Karfan er tóm.
Víkingar og Garpar sigruðu andstæðinga sína í kvöld og tryggðu sér þar með sæti í úrslitunum ásamt Mammútum. Mammútar hafa nú 15 stig, Víkingar 14 og Garpar 13. Tvö lið berjast um fjórða sæti úrslitanna í lokaumferðinni, Norðan 12, sem hefur 11 stig, og Skytturnar sem eru með 10 stig.
Úrslit kvöldsins urðu þau að Garpar sigruðu Norðan 12, Víkingar sigruðu Skytturnar, Riddarar sigruðu Bragðarefi og Kústarnir sigruðu Svarta gengið.
Með sigrinum á Skyttunum í kvöld fóru Víkingar í 14 stig og eiga því enn möguleika á efsta sætinu í undankeppninni. Garpar eru öruggir með þriðja sætið í undankeppninni. Þeir hafa lokið keppni og náðu 13 stigum. Norðan 12 getur náð þeim að stigum með sigri á Fífunum í lokaumferðinni en Garpar myndu engu að síður halda þriðja sætinu þar sem liðið sigraði Norðan 12 og innbyrðis viðureignir ráða röð liða sem enda jöfn að stigum. Raunar nægir Norðan 12 jafntefli í lokaumferðinni því þá færi liðið í 12 stig. Skytturnar gætu þá náð þeim að stigum en Norðan 12 sigraði í innbyrðis viðureign þessara liða og yrði því ofar í röðinni. Eftir tapið gegn Víkingum í kvöld, það fjórða í síðustu fimm leikjum, er eina vonin fyrir Skytturnar að komast í úrslit að liðið sigri Svarta gengið í lokaumferðinni og að Norðan 12 tapi gegn Fífunum.
Staðan hefur sem sagt skýrst nokkuð eftir leiki kvöldsins:Lokaleikir undankeppninnar fara fram mánudagskvöldið 7. apríl:
Braut 2: Víkingar - Riddarar
Braut 3: Fífurnar - Norðan 12
Braut 4: Svarta gengið - Skytturnar
Braut 5: Mammútar - Fálkar
Ísumsjón: Fálkar, Fífurnar, Skytturnar, Norðan 12
Leikjadagskrá og úrslit leikja í excel-skjali hér.