Karfan er tóm.
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði lokaleik sínum gegn Belgum í framlengingu á nær óskiljanlegan hátt, lokatölur 2-3. Liðið lenti því í 4. sæti á mótinu sem er nokkuð góður árangur en deildinn var mjög jöfn og sterk í ár.
Ísland byrjaði leikinn gegn Belgum vel og voru sterkari aðilinn í fyrstu lotu en hún endaði 0-0. Diljá Björgvinsdóttir kom Íslandi yfir í byrjun annarar lotu en Belgíska liðið jafnaði um hæl. Belgarnir komust betur inn í leikinn og náðu forystu rétt fyrir lok lotunnar. Þriðja lotann var mjög spennandi og bæði lið fengu góð færi en rétt rúmri mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma jafnaði Silvía Björgvindóttir metin. Leikurinn fór því í framlenginu og Birna Baldursdóttir skoraði svo sigurmark með glæsilegu skoti og hefði með réttu átt að tryggja Íslenska liðinu sigurinn. Mikil dómarareikistefna kom í kjölfarið og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum komust dómarar leiksins að þeirri niðurstöðu að markið væri ógilt. Leik var því haldið áfram á meðan flestir sem með fylgdust hér heima voru löngu farnir að huga að öðru enda var útsendingin stöðvuð eftir markið. Belgar skoruðu mark skömmu síðar og tryggðu sér sigurinn. Íslenska liðið var ekki langt frá því að ná verðlaunasæti en spiluðu samt sem áður frábært mót og framtíðin hjá liðinu er björt. Silvía Björgvindóttir 15 ára nýliðinn í hópnum var í lok móts valinn besti leikmaður Íslenska liðsins á mótinu.