Karfan er tóm.
Emilía Rós Ómarsdóttir var heiðruð síðastliðið mánudagskvöld í félagsherbergi Skautafélagsins en hún var á dögunum valinn íþróttamaður Skautafélags Akureyrar 2014. Sigurður Sigurðsson afhenti Emilíu farandbikar við tilefnið en í bikarinn eru grafin nöfn allra þeirra sem hlotið hafa nafnbótina íþróttamaður Skautafélags Akureyrar. Henni var einnig afhentur verðlaunargripur til eignar og blóm.
Í dag fer fram val á íþróttamanni Akureyrar 2014 í menningarhúsinu Hofi og hefst hátíðin kl 17.00. Þangað er öllum velkomið að mæta og fylgjast með en auk þess að kunngjöra val í íþróttamanni Akureyrar verða afhentir styrkir forsvarsmönnum félaga fyrir landsliðsfólk og Íslandsmeistarar 2014 heiðraðir en Skautafélagið hefur um árabil verið mjög áberandi í þessum flokkum. Til hamingju Emilía og gangi okkur vel í kvöld.