Karfan er tóm.
Íslenska karlalandsliðið tapaði opnunarleik sínum við Belga í dag. Leikurinn fór 3-4(1-2)(1-1)(1-1).
Af tölfræðinni að dæma virðist leikurinn hafa verið í járnum allan tímann. Mörk íslendinga skoruðu Jón Gíslason (2) og Birkir Árnason (1), hvor um sig var skráður fyrir einni stoðsendingu og Björn Már Jakobsson var með 2 stoðsendingar. S.A. drengirnir báru greinilega liðið uppi í þessum fyrsta leik. Úrslitin er ekki slæm þar sem Belgar hafa verið heldur hærra skrifaðir en við. Fyrr um daginn gerðu Israelar og N-Kóreumenn 4-4 jafntefli í sama riðli.
Til fróðleiks fylgir hér listi yfir liðin sem keppa í riðlinum og sæti þeirra á styrkleikalistanum fyrir 2004.
Belgía (33)
Ísland (39)
Israel (36)
Norðurkórea (37)
Serbía og Svartfjallaland (29)
Spánn (34)