Karfan er tóm.
Karla leikurinn hefst kl. 16,30 og kvenna síðan strax að loknum fyrri leiknum um ca. 19,00. þetta er þriðji leikur Húna og Jötna í vetur og báðir voru á heimavelli Jötna. Jötnar höfðu betur í þeim báðum 4-2(2-1)(1-0)(1-1) og 6-4(1-1)(1-2)(4-1). Báðir leikirnir og sérstaklega sá seinni voru jafnir og bráð skemmtilegir á að horfa og til að mynda komu tvö síðustu mörk Jötna á 57,34 mín. og svo á 59,37.
Ynjur hafa spilað fjóra leiki í vetur og aðeins tapað einum og eru að koma afar sterkar inn eftir að hafa átt á brattann að sækja fram að þessu. Mikil sprenging hefur orðið í kvenna hokkíi hér á Akureyri og nú eru meira en helmingi fleiri keppendur í kvennahokkíinu hér fyrir norðan en fyrir tveim til þrem árum. Fyrir sunnan er þessi bylgja vonandi byrjuð líka því SR er nú með lið á öðru ári og eins hefur kvennaliði Bjarnarins bæst verulegur liðsauki og eru þar nú um eða yfir tuttugu liðskonur.
Lið |
Leikir |
Unnið |
Jafntefli |
Tapað |
Auka |
Skoruð |
Fengin |
Hlutfall |
Stig |
|
Björninn |
4 |
1 |
0 |
3 |
0 |
14 |
31 |
-17 |
3 |
|
SA Ásynjur |
3 |
3 |
0 |
0 |
0 |
25 |
9 |
16 |
9 |
|
SR |
3 |
0 |
0 |
3 |
0 |
7 |
28 |
-21 |
0 |
|
SA Ynjur |
4 |
3 |
0 |
1 |
0 |
33 |
11 |
22 |
9 |