Karfan er tóm.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda þar sem gestirnir mættu óvæntri mótspyrnu og lentu í miklum vandræðum með Jötnanna. Fyrsta lotan fór 2 - 1 fyrir Björninn en í annarri lotu snérist dæmið við að Jötnar unnu 2 - 1. Staðan var því 3 - 3 þegar þriðja og síðasta lotan hófst og allt í járnum hjá Jötnum og Björnum.
Í síðustu lotunni var hart barist en úrslitin réðust um miðbik lotunnar þegar Jötnar fengu tvær umdeildar brottvísanir á sömu sekúndunni fyrir eftir baráttu fyrir framan sitt eigið mark. 5 á 3 nýttu gestirnir sér liðsmuninn og skoruðu eina mark lotunnar og þar með sigurmarkið í leiknum.
Jötnar fengu upplagt tækifæri til þess að jafna leikinn á síðustu mínútunni þegar þeir fengu dæmt víti. Ekki tókst þeim að skora úr því og þrátt fyrir harða baráttu á síðustu sekúndunum kom allt fyrir ekki. Svekkjandi tap en engu að síður góður leikur hjá Jötnum sem þarna voru hársbreidd frá því að leggja Bjarnarliðið sem trónir á toppi deildarinnar.