Karfan er tóm.
Á laugardaginn næsta kl. 16,30 hefst keppni um Deildabikarinn í Íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri með leikjum á milli SA-Víkinga sem eru núverandi Íslands og Deildar Meistarar og Bjarnarins sem vermdi neðsta sætið í fyrra en þeir eiga heimavöll í Egilshöllinni í Grafarvogi.
Ekki er þó hægt að ganga að neinu sem vísu í þessum efnum þar sem segja má að leiðtogar í báðum liðum hafa róið á önnur mið og er nú spennandi að sjá hvort aðrir stígi upp og taki við forystunni.
Um kl. 19,00 eða strax að loknum karla leiknum hefst að sama skapi 1. leikur í kvennaleikja röðinni þennan veturinn. Þar mætast SA-Valkyrjur núverandi Meistarar og kvennalið Bjarnarins, en þær hafa nú fengið nýjan þjálfara, Richard Tatinen sem þekkir vel til íslensku hokkí íþróttarinnar þar sem hann hefur áður þjálfað meistaraflokk SR-inga og eins Íslenska Karlalandsliðið.
Við lofum góðri skemmtan hér í Skautahöllinni og hvetjum alla hokkíáhugamenn og velunnara til að mæta og hvetja sitt lið. ÁRFAM SA ........................