Karfan er tóm.
Íshokkístelpan Kolbrún Garðarsdóttir tók þátt í World Selects Invitational U15 sem fram fór í Bolzano á Ítalíu nú í vikunni. Kolbrún var valin í lið SHD þar sem stúlkurnar komu frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Mótið er haldið fyrir bestu leikmenn í heimi í U15 í dag og var mótið samsett af liðum frá bestu hokkísvæðunum í norður-Ameríku og bestu landsliðum heims ásamt úrvalsliðum eins og því sem Kolbrún var valin í. Liðið hennar Kolbrúnar SHD tapaði öllum leikjum sínum en Kolbrún var bæði stiga og markahæst í sínu liði á mótinu.
Frábær árangur hjá henni Kolbrúni okkar að standa sig svona vel á jafn sterku móti og verður spennandi að sjá hvernig henni vegnar í framtíðinni.