Kristalsmót C-keppenda

Mikil spenna ríkir nú bæði meðal iðkenda og aðstandenda fyrir Kristalsmótinu, enda mikil gleði yfir því að C-keppendur fái loksins mót í Reykjavík. Munið að greiða 10. þúsund króna kostnað (gisting, rúta og matur innifalinn) inn á reikning 1145-26-3770 kt. 510200-3060, sem allra fyrst. A.m.k. fyrir fimmtudaginn 20. nóvember. Hér má sjá nánari umfjöllun um mótið.

 

 

Stjórn og þjálfarar eru þess full viss að börnin eigi eftir að standa sig með stakri prýði og vera sér sjálfum og félaginu til mikils sóma. Mæting er við skautahöllina kl:12:30 á föstudegi. Allir þurfa að nesta sig fyrir ferðina suður og hafa með hollt og gott nesti, ekki sælgæti og gos. Þá eru GSM-símar ekki leyfðir með en fararstjórar verða með síma. Síminn hjá Jóhönnu er 663-2879. Vasapeningur er 1.000 krónur og afhendist farastjóra í rútunni - ætlað til að kaupa frjálst nesti á heimleiðinni, enda þá allir búnir að keppa. Munið að hafa með ykkur ykkur sængur (eða svefnpoka), kodda og lök. Endilega hafið einnig með ykkur teppi til að hafa í skautahöllinni. Ef þið getið haft föndurefni, eða annað sem væri hægt að nota til að hvetja liðsmenn S.A. þá væri það skemmtilegt :-) Ef þið eigið skemmtilegar myndir til að horfa á í rútunni á leiðinni endilega takið þær með (en munið að merkja þær).

Við ætlum að sýna félögum okkar, öðrum keppendum, þjálfurum og fararstjórum íþróttamannslega framkomu, virðingu og kurteisi og munið að hafa með góða skapið, íþrótta og félagsandann og ógrynni af brosi.