Karfan er tóm.
Þá er krullan byrjuð. Við ætlum að byrja á léttu haustmóti, 4 umferðir þar sem dregið verður í lið. Varðandi Covid munum við hafa þetta svona.
Við undirbúning svellsins verða allir með hanska og sprittum áhöldin sem við notum fyrir og eftir.
Hver leikmaður sér um sína steina þannig að t.d. fyrsti maður sér um að taka til steina 1 og 2 og snertir ekki aðra steina.
Heilsumst ekki fyrir leik.
Sóparar skiptast á þannig að aðeins einn sópari sópar hvern stein.
Vonum að flestir treysti sér til að mæta við þessi skilyrði. Stefnum að því að halda áfram með íslandsmótið í byrjun nóvember.