Karfan er tóm.
Viðbrögð krullufólks við komu danska krulluleiðbeinandans eru góð yfir 20 manns hafa skráð sig til þátttöku. Þetta er næg og því verður af námskeiðinu. Enn er þó hægt að bæta við fleirum því engin takmörk eru á fjölda. Þeir sem hafa áhuga þurfa að hafa samband við Hallgrím Valsson, formann Krulludeildar, sem fyrst. Þátttökugjaldi á námskeiðinu verður stillt mjög í hóf, líklegt að það verði um 3.000 krónur á mann.
Námskeiðið verður laugardaginn 29. ágúst kl. 9.00-13.00 og sunnudaginn 30. ágúst kl. 9.00-16.00.