Kvannalandslið Íslands hefur leik í dag

Kvennalandslið Íslands hefur keppni á heimsmeistaramótinu í II deild B í dag en keppnin fer fram í Jaca á Spáni. Liðin sem eru í riðlinum auk Íslands eru: Ástralía, Belgía, Spánn, Mexíkó, Nýja-Sjáland og Tyrkland. 

Fyrsti leikur liðsins er í dag gegn Tyrkjum en leikurinn hefst kl 12 á hádegi á Íslenskum tíma og hægt er að horfa á alla leiki Íslands á þessari verfslóð hér. Íslenska liðið lenti í 4. sæti í mótinu sem haldið var á Spáni í fyrra en besti árangur liðsins er 3. sætið í þessari deild. Hægt er að fylgjast með úrslitum liðsins á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins hér. Og svo að sjálfsögðu á fésbókarsíðu liðsins

SA eiga 11 leikmenn í liðinu í ár en þar að auki eru þær stöllur Evu Þorbjörg, Guðrún Marín Viðarsdóttur, Katrín Hrund Ryan og Diljá Sif sem allar spila erlendis uppaldar í SA en þjálfari liðsins er Jussi Sipponen. Hér má sjá hópinn í heild sinni.

Markmenn

Elise Marie Valljaots

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Varnarmenn

Anna Sonja Ágústsdóttir

Arndis Sigurðardóttir

Elva Hjálmarsdóttir

Eva Maria Karvelsdóttir

Gudrun Marín Viðarsdóttir

Ragnhildur Kjartansdóttir

Þorbjörg Eva Geirsdóttir

Sóknarmenn

Birna Baldursdóttir

Diljá Björgvinsdóttir

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir

Katrin Hrund Ryan

Kristín Ingadóttir

Linda Brá Sveinsdóttir

Sarah Smiley

Silvía Rán Björgvinsdóttir

Sunna Björgvinsdóttir

Védís Áslaug Valdimarsdóttir