Karfan er tóm.
Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki. Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum. SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):
SA eldri
Katrín Hrund Ryan
Arndís Sigurðardóttir
Guðrún Blöndal
Hrund Thorlacius
Jónína Guðbjartsdóttir
Rósa Guðjónsdóttir
Sonja Dögg Jónsdóttir
Sarah Smiley
Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir
Vigdís Aradóttir
Sigrún Sigmundsdóttir
Anna Sonja Ágústsdóttir
SA yngri
Díana Mjöll Björgvinsdóttir
Eva María Karvelsdóttir
Silja Rún Gunnlaugsson
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Vedis Áuslaugsdóttir
Þorbjörg Eva Geirsdóttir
Thelma María Guðmundsdóttir
Kristín Björg Jónsdóttir
Diljá Sif Björgvinsdóttir
Bergþóra Bergþórsdóttir
Sylvía Rán Söebech Gunnlaugsdóttir
Margrét Arna Vilhjálmsdóttir
Þetta er gríðarlega jákvæð þróun ekki síst núna þegar kvennahokkí á Íslandi fagnar nú 10 ára afmæli. Björninn og SA hafa barist um titilinn frá upphafi en SR tefldi fram kvennaliði eitt tímabil.
Í gærkvöldi hófst Íslandsmótið í kvennahokkí með leik SA yngri gegn Birninum og skemmst frá því að segja að Björninn vann nokkuð auðveldan sigur á óreyndum SA stelpum en engu að síður var um mjög góða framraun að ræða hjá stelpunum. Flestar þeirra hafa litla sem enga leikreynslu og voru óöruggar í fyrstu en óx kjarkur eftir því sem leið á leikinn og mátti sjá greinileg batamerki. Björninn vann 7 - 1, en okkar stelpur eiga eftir að bæta sig eftir því sem líður á veturinn og munurinn á milli liðinna mun minnka.
Meðfylgjandi mynd tók Ásgrímur Ágústsson hirðljósmyndari félagsins, en hann á eina afastelpu í liðinu, Bergþóru Bergþórsdóttur. Þess má svo til gamans geta að hann á einnig barnabarn í eldra liðinu því þar leikur Anna Sonja Ágústsdóttir.