Karfan er tóm.
SA var sókndjarfara liðið á vellinum og skapaði sér reglulega hættuleg færi sem markvörður Bjarnarsins sá um að stoppa. Sarah Smiley átti nokkur mjög góð tækifæri en það var ekki fyrr enn á 6. mínútu lotunnar sem henni tókst að skora, eftir mikla baráttu og gegnumbrot sem skilaði pekkinum í þaknetið. Markið reyndist sigurmarkið en Björninn gerði harða hríð að marki SA og oft skall hurð nærri hælum.
Sarah var svo aftur á ferðinni skammt fyrir leikslok og innsiglaði sigurinn í frákasti eftir skot frá Birnu Baldursdóttur. Liðið leit vel út og í raun allt annað sjá til þess nú en í fyrri viðureignum liðanna. Framundan er mikil hokkívika en síðan hefst úrslitakeppnin í Reykjavík um næstu helgi. Vonandi var liðið að gefa okkur smjörþefinn af því sem í vændum er með þessum sigri.
SA liðið lenti nokkrum sinnum einum leikmanni færri, eða alls 6 sinnum en fengu hins vegar aldrei að spila leikmanni fleiri þar sem eina brottvísun Bjarnarins var einn 10 mínútna persónulegur dómur. "Penalty-killið" var gott, hélt hreinu í samtals 12 mínútur og verðu það að teljast mjög gott gegn sterku liði Bjarnarins.