17.04.2005
Jæja, í dag er sunnudagur og allir glaðir eftir skemmtilegan gærdag þar sem 5.fl. tapaði tvisvar naumt og gerði eitt jafntefli í æsispennandi og jöfnum leikjum, 6.fl. vann sína þrjá suma stórt og aðra stærra og sjöundi fl. spilaði svo sannarlega með hjartanu og hafði gaman af. Í pásunni eftir hádegið var að farið í sund í grafarvoginum og síðan í keilu í Öskjuhlíð og deginum lauk með ærlegri pizzaveislu á gistiheimilinu. það er líka gaman að segja frá því að í leikjum dagsins var heilmikill kraftur og gleði en dómarar leikjanna sáu til þess að enginn fór fram úr sjáfum sér í ákafanum þannig að til fyrirmyndar var, og þökkum við fyrir það. þess má líka geta í leiðinni að í leik sem hófst kl. 17.30 í Skautahöllinni á Akureyri á milli Mfl. SA. og Bjarnarins vann SA sannfærandi sigur og eins í 3fl. leik sem á eftir fór þar. hér fyrir sunnan í Egilshöllinni luku hins vegar kvennalið SA og Bjarnarins síðasta leik sínum í íslandamótinu sem hófst kl. níu um kvöldið og er skemmst frá því að segja að SA stelpur unnu (að venju) og tóku á móti bikarnum við mikla gleði. Svo það má með sanni segja að þetta hafi verið góður og viðburðaríkur dagur fyrir SA Hokkí. Víð erum nú á leið upp í Egilshöll þar sem 7. fl. spilar tvo leiki á eftir og 5.fl. einn og svo er áætlað að leggja af stað heim um tvöleitið með venjubundnu stoppi í Staðarskála. Myndir voru einhverjar teknar að venju og munu þær verða settar inn við fyrsta tækifæri.