Karfan er tóm.
Senior byrjuðu betur og á 8undu mín Skoraði Arndís fyrsta markið óstudd eftir nokkuð þóf við markið. Annað markið kom svo á 21. mín. frá Katrinu Hrund með stoð frá Vigdísi Ara. Þannig lauk lotuni þrátt fyrir harða baráttu junior kvenna. Í annari lotu má segja að sóknarþungi junior liðsins hafi aukist nokkuð og má segja að markmaður senior kvenna hafi átt stæðstan þátt í að þær héldu fengnum hlut út leikhlutann sem fór 0 - 0. Í byrjun 3. leikhluta sást að þó jafnræði væri með liðunum þá lá þolið og krafturinn meira hjá yngra liðinu og á áttundu mínútu leikhlutans skoraði Silvía Rán yngsti spilarinn á svellinu fyrsta mark junior liðsins með stoð frá Bergþóru Bergþórsdóttur. Við þetta kættist liðið að vonum og efldist um stund og ekki liðu nema tæpar 9 mín þar til Þorbjörg Geirsdóttir bætti við öðru marki óstudd og jafnaði þar með leikinn. Þrátt fyrir harða baráttu beggja liða þá tókst hvorugu liði að skora fyrir leikslok og því var farið í 2x5mín framlengingu upp á gullmark sem ekki kom og svo vítakeppni þar sem þær stöllur í junior liðinu Bergþóra og Kristín Jónsdóttir skoruðu hvor sitt markið og tryggðu þar með junior liðinu sigur. Þetta var fjörugur og skemmtilegur leikur til áhorfs og gaman að sjá hvernig þolið og áræðið skoraði reynsluna á hólm.....og vann. Þess má lika til gamans geta að það er ekki bara í karlaliðinu sem við höfum marga úr sömu fjölskyldu í sama liðinu þ.e. Jóa, Hilmar og Sæma Leifssyni sem eru bræður heldur voru líka þrjár systur í junior liðinu, þær Silvía, Diljá og Díana Björgvinsdætur en það var sú yngsta þeirra tíu ára sem skoraði fyrsta mark liðsins, greinilega gott efni þar á ferð.
Mörk/stoð Senior
#8 Arndís Sigurðsrd. 1/0 #7 Katrín Hrund Ryan 1/0 #25 Vigdís Aradóttir 0/1 og Refsimínútur = 10
Mörk/stoð Junior
#25 Bergþóra Bergþórsdóttir 1/1 #8 Þorbjörg E. Geirsdóttir 1/0 #9 Kristín B. Jónsdóttir 1/0 #19 Sylvía Rán Björgvinsdóttir 1/0 og Refsimínútur = 4