Lokaúrslitaleikurinn er í kvöld

Í kvöld er lokaleikurinn i rimmu Edmonton Oilers og Carolina Hurricanes um bikar Stanleys LávarðarUm miðnætti í kvöld að okkar tíma, hefst sjöundi og síðasti úrslitaleikurinn milli Carolina Hurricanes og Edmonton Oilers í rimmunni um Stanley bikarinn. Hvort lið um sig hefur unnið þrjá leiki og í kvöld munu úrslitin ráðast alveg sama hversu lengi þarf að spila. Carolina byrjaði vel og vann fyrstu tvo leikina á heimavelli. Edmonton Oilers réttu hlutsinn í 3. leiknum á sínum heimavelli en máttu þola tap í 4 leiknum á heimavelli. Staðan þá orðin 3-1 í leikjum Carolina í vil. Edmoton skoruðu svo gullmark í 5. leiknum á heimavelli Hurricanes og unnu leikinn 4-3. Þeir jöfnuðu síðan einvígið með sigri í 6. leiknum sem var að kvöldi 17. júní á heimavelli Oilers. Leikruinn er sýndur á NASN, og er miklu betri skemmtan en nokkuð það sem boðið er upp á í Þýskalandi þessa dagana að mati undirritaðs.