Magga Finns mótið - leikjadagskrá

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (2011)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (2011)


Athugið: Breytt leikjadagskrá - upplýsingar komnar í nýrri frétt.

Leikjadagskráin fyrir Minningarmótið um Magnús E. Finnson, eða Magga Finns mótið, er tilbúin. Athugið breytingu frá fyrri frétt, ekki verður leikið á miðvikudagskvöldið. 

Leikjadagskráin verður sem hér segir (sjá einnig í pdf-skjali hér).
Föstudagur 25. janúar
Kl. 21.45: SR - SHS
Kl. 22.45: Björninn - Team Gulli
Kl. 23.45: Team Helgi - SR

Laugardagur 26. janúar
Kl. 16.15: SA - Björninn
Kl. 17.15: SHS - Team Helgi
Kl. 18.15: Team Gulli - SA

Laugardagur 26. janúar
Leikið um sæti:
Kl. 19.15: 3A - 3B
Kl. 20.00: 2A - 2B
Kl. 20.45: 1A - 1B

REGLUR OG SPILATÍMI
Í riðlakeppninni verða spilaðar 2x20 mín og úrslitaleikirnir verða 2x15 mín. Spilað er eftir hefðbundnum reglum með eftir farandi undantekningum.

1. Tæklingar eru ekki leyfðar en þetta er ekki snertingalaust.
2. Í stað tveggja mínútna refsingar er dæmt vítaskot.
3. Í slapskoti er bannað að lyfta kylfu uppfyrir hné.
4. Ef lið er komið fjórum mörkum yfir verður það lið að spila einum færri.