Mammútar Íslandsmeistarar árið 2008

Íslandsmeistarar árið 2008
Íslandsmeistarar árið 2008

Mammútar héldu uppteknum hætti í lokaleik íslandsmótsins á laugardag og sigruðu

Víkinga 9 -3


Mammútar byrjuðu á að skora eitt stig í fyrstu umferð en Víkingar svöruðu með tveimur stigum í næstu umferð  og stálu svo einu stigi í þeirri þriðju. Þá sögðu Mammútar hingað og ekki lengra og skoruðu tvö stig í fjórðu umferð og “stálu” svo fimmtu og sjöttu með þremur stigum í hvorri umferð þannig að leikurinn endaði 9-3 fyrir Mammúta.

Mammútar eru vel að þessum sigri komnir en þeir töpuðu aðeins einum leik og gerðu eitt jantefli í forkeppninni og unnu alla þrjá  leiki sína í úrslitunum.

FRÁBÆR ÁRANGUR.

 

Leikur Norðan 12 og Garpa um þriðja sætið fór 5 – 3  fyrir Norðan 12 .

Leikurinn spilaðist þannig að N12 skoraði eitt stig í fyrstu umferð og tvö í næstu umferð og eitt í þeirri þriðju og fjórðu og staðan því orðin 5-0 eftir fjórar umferðir. Garpar áttu síðasta stein í fimmtu lotu og gátu skorað 5 stig en ísinn réði ferðinni í því skoti og Garpar færðu einn stein N12 nokkra sentimetra innar í hring en tveir steinar Garpa voru þannig að Garpar fengu aðeins tvö stig í þeirri umferð og eftirleikurinn auðveldur fyrir N12

Garpar skoruðu eitt stig í síðustu umferð og leikurinn endaði því 5 - 3 fyrir N12.

 

Lokastaðan í íslandsmótinu árið 2008 varð þannig:

Íslandsmeistarar            Mammútar

Annað sæti                    Víkingar

Þriðja sæti                     Norðan 12

 

Krulluvefurinn óskar verðalaunahöfum til hamingju með árangurinn.