Karfan er tóm.
Leikurinn var æsispennandi fram á síðasta stein. Víkingar byrjuðu betur í leiknum og unnu fyrstu þrjár umferðirnar 1 - 2 - 1 og komust í 4 - 0. Þá kom týpísk Mammútalota þegar þeir skoruðu 4 steina og jöfnuðu leikinn. Víkingar náðu 1 í fimmtu umferð og staðan orðin 5 - 4 fyrir Víkinga. Sjötta umferðin var æsispennandi fram á síðasta stein. Mammútar áttu síðasta stein og voru búnir að koma fjórum steinum í hringinn og staðan leit vel út fyrir þá. Gísli renndi síðasta steini Víkinga og skaut steini í annan og beint á miðjustein Mammúta og setti þar með stein Víkinga innstan á bakvið varnarsteina og pressan öll á Mammútum. Jón Ingi renndi sínum síðasta og þurfti að skjóta í stein sem átti síðan að lenda í innsta steini Víkinga. Jón klikkaði ekki, smellhitti steininn, tók stein Víkinga út og Mammútar skoruðu aftur 4 og unnu þar með leikinn 8 - 5 og titilinn Íslandsmeistarar í krullur árið 2009.. TIL HAMINGJU MAMMÚTAR..
Garpar og Üllevål léku um þriðja sætið og fóru leikar þannig að Garpar unnu fyrstu þrjár umferðirnar 2 -1 - 1 áður en Üllevål náði að svara með 1 í fjórðu umferð. Garpar unnu næstu umferðir með 1 og 3 og leikinn 8 - 1 og tryggðu sér þar með bronsið. Leikmenn Üllevål mega vel við una að taka þátt í íslandsmóti fyrsta sinn og enda í fjórða sæti sem er frábær árangur.