Karfan er tóm.
Önnur umferð Marjomótsins í krullu fór fram í kvöld. Víkingar hafa þegar tryggt sér sigur í B-riðli. ÓKEI og H2 berjast um efsta sætið í A-riðli.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill
ÓKEI - ACE 12-6
SJÓN - H2 4-10
B-riðill
Víkingar - Vorboðarnir 8-5
Bræður - Double Trouble 1-0 (Double Trouble gaf leikinn vegna forfalla leikmanna)
Í A-riðlinum hafa ÓKEI og H2 bæði unnið báða sína leiki til þessa en liðin eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Sigurliðið í þeirri viðureign keppir um gullið en tapliðið endar í öðru sæti riðilsins og fer því í bronsleikinn. SJÓN og ACE hafa bæði tapað báðum leikjum sínum til þessa og mætast í lokaumferð riðlakeppninnar.
Í B-riðlinum er staðan sú að Víkingar hafa þegar tryggt sér efsta stæið í riðlinum. Þeir hafa unnið báða leiki sína til þessa, Vorboðarnir og Bræður hafa unnið einn leik hvort og Double Trouble hefur tapað báðum sínum leikjum. Verði lið jöfn að stigum gildir innbyrðis viðureign við röðun liðanna í sæti. Þar sem Víkingar hafa þegar unnið bæði liðin sem geta náð þeim að stigum eru þeir því öruggir í efsta sæti riðilsins jafnvel þótt þeir myndu tapa leik sínum í lokaumferðinni og leika því um gullið gegn sigurvegarann úr viðureikn ÓKEI og H2. Vorboðarnir og Bræður eigast við í lokaumferðinni. Sigurliðið úr þeirri viðureign nær öðru sæti riðilsins og fer því í leik um bronsið.
Í lokaumferð riðlakeppninnar miðvikudagskvöldið 16. apríl leika:
Braut 2: H2 - ÓKEI
Braut 3: ACE - SJÓN
Braut 4: Double Trouble - Víkingar
Braut 5: Vorboðar - Bræður
Öll úrslit í excel-skjali hér.