Karfan er tóm.
Mammútar tryggðu sér sigur í Marjomótinu með nokkuð öruggum sigri á Víkingum, 6-2, í úrslitaleik. Mammútar náðu yfirhöndinni með því að vinna fyrstu þrjár umferðirnar, Víkingar minnkuðu muninn og reyndu síðan hvað þeir gátu til að ná nógu mörgum stigum í lokaumferðinni en urðu uppiskroppa með steina. Skytturnar tíndu inn hvern ásinn á fætur öðrum, skoruðu eitt stig í öllum umferðum gegn Riddurum og í sjöttu umferðinni fór fyrir Riddurum eins og Víkingum, þeir urðu uppiskroppa með steina og áttu ekki lengur möguleika á að jafna leikinn. Skytturnar tryggðu sér því bronsverðlaunin.
Í leik um fimmta sætið lögðu Fálkar Garpa næsta örugglega, 8-0, og lögðu Garpar niður vopn eftir fjórar umferðir. Fífurnar og Íslenski draumurinn áttust við í leik um sjöunda sætið og reyndist það jafnasti leikur kvöldsins. Íslenski draumurinn náði sigri með því að skora stig í lokaumferðinni, úrslitin 5-4.