Karfan er tóm.
Ynjur tóku á móti Birnum hér í Skautahöllinni í kvöld og gerðu sér lítið fyrir og unnu þær nokkuð auðveldlega, 5 - 0. Þetta var fyrsti sigur Ynja á Birninum og þetta var einnig síðasta skiptið sem þessi tvö lið mætast í vetur. Það var varla hægt að klára veturinn betur og næsta víst að Ynjur eru sáttar eftir kvöldið. Þetta sýnir mikinn stíganda hjá liðinu og gefur tóninn fyrir næsta vetur.
Sigurinn var aldrei í hættu en fyrsta markið kom frá varnarmanninum Védísi Valdimarsdóttir en hún átti einnig stoðsendingu á Söruh Smiley sem skoraði annað markið. Staðan var 2 - 0 eftir fyrstu lotu og 2. lotu lauk einnig 2 - 0. Fyrra markið skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Bergþóru Bergþórsdóttur, en síðan var það Bergþóra sem skoraði 4. markið.
Í 3. lotu var allt við það sama og eina markið kom á 6. mínútu, en þar var á ferðinni Telma Guðmundsdóttir eftir sendingar frá Smiley og Önnu Sonju. Sannfærandi 5 - 0 sigur