Undanfarnar vikur hefur hefur kynlegur kvistur sést á kreiki í skautahöllinni. Þar er á ferðinni Michael Boudreau sem er Kanadamaður hefur búið hér á landi í vetur og unnið við smíðar. Hann er markmaður og hokkífíkill eins og svo margir aðrir og hann hefur slegist í lið með okkur og tekur þátt í starfinu af miklum krafti. Hann mætir á allar æfingar, fer í markið ef vantar markmann en spilar annars úti bæði í meistarafloki og old boys.
Hann hefur einnig aðstoðað við þjálfun og var m.a. landsliðsþjálfurum innan handar um helgina. Svo hefur hann blásið í flautu fyrir okkur, verið línumaður og dæmdi sem aðaldómari leikinn sem fram fór á milli landsliðina í gær. Það er óhætt að segja að hann hafi komið með miklum krafti inn í starfið og ekki slæmt að fá svona áhugasama menn inn í félagið.