Mynd: Ásgrímur Ágústsson (20.01.2013)
Helgina 8.-10. febrúar var 4. flokkur á fullu á helgarmóti í Egilshöllinni. Bæði SA-liðin unnu alla leiki sína og hefur SA
mikla yfirburði í þessum flokki.
Skemmst er frá því að segja að SA-liðin unnu alla sína leiki og er SA með yfirburðastöðu í deildinni.
Úrslit leikja (sjá á vef ÍHÍ):
A-flokkur
Björninn |
SA |
2 - 3 |
SA |
SR |
6 - 2 |
SR |
Björninn |
1 - 4 |
SA |
Björninn |
2 - 0 |
SR |
SA |
1 - 8 |
Björninn |
SR |
4 - 3 (3 - 3 ) |
B-flokkur
Björninn |
SA |
1 - 2 |
SA |
Björninn |
2 - 1 |
Björninn |
SA |
0 - 1 |
SA |
Björninn |
6 - 2 |
SA-liðin hafa ekki tapað leik í þessum flokki í vetur. Eins og venjulega hafði fréttaritari samband Söruh Smiley þjálfar og hafði
hún eftirfarandi að segja um árangurinn á þessu helgarmóti:
"Allir leikmenn spiluðu vel og margir áttu þátt í markaskoruninni. Mig langar til að nefna
sérstaklega Davíð Hafþórsson, sem er markvörður B-liðsins. Hann átti stórkostlega helgi í markinu og var framúrskarandi. Hann
spilaði einn leik með A-liðinu þegar markvörður þess, Jakob Ernfelt Jóhannsson, gat ekki leikið vegna meiðsla. Hann hélt hreinu í
þeim leik. Ég vil þakka öllum foreldrunum sem komu með og lögðu sitt af mörkum í ferðinni. Sérstaklega vil ég þakka Ara, sem
var til aðstoðar á bekknum í öllum leikjum og stóð sig frábærlega í að hvetja krakkana."