Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á mótafyrirkomulagi hjá ÍHÍ. Veigamesta breytingin sem unnið er að, er að skoða þann möguleika að félögin þrjú tefli fram tveimur liðum hvert í Íslandsmóti meistaraflokks karla. Þá yrði spiluð sex liða deild en þó án innbyrðisviðureigna heimaliða. Verið er að skoða ýmsa möguleika í stöðunni og þá auðvitað fyrst og fremst hvort nauðsynlegur leikjafjöldi komist fyrir í annars þétt skipaðri stundatöflu vetrarins og hvernig úrslitakeppninni yrði háttað.
Einnig er verið að ræða fyrirkomulag sem heimilar leikmönnum að fara á milli liða, eða hve margir og hverjir geti spilað með báðum liðum innan síns félags. Jafnframt kemur til álita að gera breytingar á fyrirkomulagi 2. flokks og jafnvel 3. flokks einnig þannig að það er ýmislegt í deiglunni sem vonandi skýrist sem fyrst.
Fulltrúar félaganna og ÍHÍ vinna nú að þessum málum og vonandi liggur fyrir niðurstaða fljótlega svo undirbúningur fyrir breytt tímabil geti hafst.