Nú er rétta tækifærið til að fá frítt inn á leiki í vetur!

Hokkídeildin leitar eftir sjálfboðaliðum í vinnu á leikjum í vetur, störf sem eru í boði eru ritari, klukka, boxið, markadómari ofl.  Frábær þjálfun fyrir barnamótin sem verða í vetur.Það verða fleiri leikir í vetur þar sem SA er núna með 2 lið í meistarflokki karla og kvenna, auk 2 flokks og 3 flokks leikja, því er nauðsynlegt að fá fleiri til að koma að vinnu á leikjum – líka bara til að dreifa álaginu þannig að það sé ekki alltaf sama fólkið að vinna og stærsti kosturinn er að þá eigum við fleiri sem geta tekið við ef eitthvað kemur upp á.  Margar hendur vinna létt verk.  Það koma menn frá ÍHÍ um næstu helgi 24-26 sept og halda lítið námskeið til að fara  yfir helstu atriðin með þeim sem hafa áhuga, en það er ekki kominn tímasetning á það ennþá.  Síðan  verður einnig dómaranámskeið þá  helgi.   Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við Olly ollybj@simnet.is  

ÓLöf Björk Sigurðardóttir
Formaður Hokkídeildar SA

ollybj@simnet.is
Sími 4627577