Jæja góðir iðkendur nú styttist í að tímabilið fari af stað. Nú er allur undirbúningur á fullu og stefnt að því að byrja æfingar þriðudaginn 1. sept. nánar um það síðar. Verið er að leggja lokahönd á vetrardagskránna í samráði við ÍHÍ og hin félögin, og Josh og Sara eru að setja saman æfingatöflu vetrarins. Við stefnum á að fjölga í hokkínu í vetur svo verið nú dugleg að hvetja vini og vandamenn til að koma og prófa hvort sportið hentar þeim. Kvenna vikan í sumar-hokkískólanum er búin og tókst afburða vel og þátttakendur mjög ánægðir og nú er í gangi vika fyrir 12 ára og yngri og sé ég ekki betur en gamanið og skemmtunin séu í hæstu hæðum (O: Varðandi skápana þá eiga þeir sem voru með skápa í fyrra forleigu-rétt, en umsjón með skápunum er í höndum Reynis í
reynir@sasport.is eða 6604888. Meira þegar nær líður og hlutirnir verða komnir betur á hreint.