Karfan er tóm.
Alþjóða krullusambandið, WCF, hefur gefið út nýjan styrkleikalista þar sem úrslit síðustu móta koma inn, þar á meðal Evrópumótsins þar sem Krulludeild SA átti sína fulltrúa. Þó svo sigrarnir á EM hefðu aðeins orðið tveir dugar það til að Ísland hækkar um fjögur sæti á listanum, fer úr því 42. (neðsta) upp í 38. sæti. Fyrir neðan Ísland eru núna Brasilía, Andorra, Kazakhstan og Luxembourg. Ísland hefur 10 stig og er aðeins einu stigi á eftir Serbíu og ellefu stigum á eftir Hvíta-Rússlandi, en það var einmitt önnur þjóðin sem Íslendingar unnu á EM. Hin þjóðin sem Íslendingar unnu á EM, Slóvakar, eru í 30. sæti listans með 46 stig og lækka um þrjú sæti frá því í fyrra.
Við þetta má svo bæta að ekkert land hækkar um jafnmörg sæti og Ísland, sem getur þá kallast hástökkvari ársins í karlaflokki í krullunni..
Listann er að finna á vef WCF - hér.