Ólympíuleikar - komið að undanúrslitum og úrslitum

Undanúrslit krullukeppninnar á Ólympíuleikunum fara fram í dag, fimmtudaginn 25. febrúar, úrslit kvenna á morgun, föstudaginn 26. febrúar, og úrslit karla laugardaginn 27. febrúar. Mögulegt er að horfa á alla leikina í beinni útsendingu á netinu. Sjá tímasetningar og rásir neðar í þessari frétt.

Í kvennaflokki náði Kanada fyrsta sætinu, vann alla leiki nema einn, Svíþjóð náði öðru sæti (7-2), Kína í þriðja sæti (6-3) og Sviss í fjórða (6-3). Kína og Sviss enduðu með jafnmarga sigra en Kína raðast ofar vegna sigurs í leik þessara liða. Þær dönsku komu svo í fimmta sæti (4-5) eftir góðan endasprett þar sem þær unnu þrjá síðustu leiki sína. Til gamans má geta þess að þær töpuðu fyrir þremur af fjórum efstu liðunum með aðeins einum steini og í öllum þeim leikjum hefðu þær með örlítilli heppni getað sigrað, og þar með endað í efsta sætinu. 

Í karlaflokki unnu Kanadamenn einnig, voru þar með fullt hús. Norðmenn náðu öðru sætinu (7-2), Svisslendingar þriðja sætinu (6-3) og Svíar því fjórða (5-4) eftir sigur á Bretum í aukaleik þar sem liðin voru jöfn að vinningum. Þegar lið enda jöfn í sæti sem sker úr um það hvort þau komast í úrslitakeppnina eða ekki þá er það ekki innbyrðis viðureign sem gildir heldur er alltaf leikinn aukaleikur (eða aukaleikir ef mörg lið eru jöfn) til að skera úr um hvaða lið fer í úrslitin.

Undanúrslitin á Ólympíuleikunum eru leikin öðruvísi en á HM og EM (og nú á Íslandsmótinu). Liðið í fyrsta sætinu leikur gegn liðinu í fjórða sæti og liðin í 2. og 3. sæti leika. Sigurliðin fara í leik um gullið en tapliðin leika um bronsið.

Úrslit allra leikja má sjá hér, röðina í kvennaflokki hér og í karlaflokki hér.

Allir leikir undanúrslita og úrslitanna verða í beinni útsendinu hér: http://www.eurovisionsports.tv/olympics - Fyrir þá sem vilja horfa á tvo leiki samtímis þá er það að sjálfsögðu hægt með því að opna tvo glugga í vafranum og velja viðkomandi rásir.

Undanúrslit

 
 dagur 
 tími 
 lið 
 rás
 Konur 
 fimmtudagur 25. febrúar    17.00
 Kanada (1.) - Sviss (4.) 
 Live-4 (EBU channels live) 
 Konur fimmtudagur 25. febrúar 
 17.00 
 Svíþjóð (2.) - Kína (3.) 
 Live-5 (EBU channels live)
 Karlar fimmtudagur 25. febrúar
 22.00 Kanada (1.) - Svíþjóð (4.)
 Live-4 (EBU channels live)
 Karlar   fimmtudagur 25. febrúar 
 22.00 Noregur (2.) - Sviss (3.)
 Live-5 (EBU channels live)

Úrslit

  dagur 
 tími   lið 
 rás 
 Konur - brons 
 föstudagur 26. febrúar   17.00 
 Sviss - Kína  
 Live-4 
 Konur - gull
 föstudagur 26. febrúar 
 23.00 
 Kanada - Svíþjóð Live-3 og HD-channel
 Karlar - brons
 laugardagur 27. febrúar 
 17.00
 Svíþjóð - Sviss   Live-6
 Karlar - gull
 laugardagur 27. febrúar 
 23.00 
 Kanada - Noregur 
 Live-6

Á dagskrá vefsins er reyndar gefinn upp tíminn fimm mínútur yfir, en áður en leikirnir hefjast ganga liðin inn á svellið undir sekkjapípublæstri og eru kynnt. Útsendingin er yfirleitt byrjuð fimm mínútum eða meira áður en leikirnir sjálfir hefjast og gaman að fylgjast með stemningunni þegar liðin koma inn.

Vafalaust eru þessir leikir síðan einnig sýndir beint á einhverjum íþróttastöðvum og í sjónvarpsstöðvum þessara landa sem notendur ADSL, Digital eða hvað þetta heitir nú allt saman, hafa væntanlega aðgang að.