Karfan er tóm.
Krullufólk er boðið velkomið í skrúðgöngu sem fram fer við upphaf opnunarhátíðar Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ laugardaginn 6. febrúar. Þó þurfum við að hafa í huga að klæðast annað hvort einhvers konar félagsbúningi eða að mæta í samstæðum keppnisbúningum - og á það kannski helst við það krullufólk sem farið hefur á EM og HM50+. Einnig höfum við verið beðin um að mæta með kústana ef við tökum þátt í göngunni. Krullufólk sem fellur undir þessa skilgreiningu er hvatt til að mæta kl. 15.30 inn í Skautahöll og taka þátt í fánagöngu íþróttafólks og fáka inn á svellið. Það krullufólk sem tekur þátt í hátíðarhöldunum er beðið um að leggja bílum sínum á stæði sunnan við Skautahöllina til að gefa gestum pláss á aðalstæðinu.
Að öðru leyti er krullufólk hvatt til að mæta í höllina og vera viðstatt þessa hátíð - sem er í senn opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ, tíu ára afmælisfagnaður Skautahallarinnar og svo sannkölluð bæjakeppni í íshokkí þar sem SA og SR mætast í meistaraflokki karla að lokinni opnunarhátíðinni.