Karfan er tóm.
Í gærkvöldi hófst úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki og er skemmst frá því að segja að gestirnir í Skautafélagi Reykjavíkur báru sigur úr býtum með 6 mörkum gegn 4. Þeir höfðu leikinn nokkurn veginn í hendi sér frá upphafi til enda á meðan heimamenn voru í raun ekkert annað en áhorfendur og þyrftu helst að gera upp við Ollý og borga aðgangseyri.
Það er þó engum blöðum um að fletta að liðið getur spilað mikið betur og nú þarf að bíta í skjaldarrendur og jafna metin fyrir sunnan á morgun. 2. leikur í úrslitum fer fram í Laugadalnum kl. 20:15 annað kvöld.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum undir í fyrsta leik í úrslitum og við þekkjum það vel að snúa erfiðri úrslitakeppni okkur í vil. Leikurinn í gær er að baki og nú munum við einbeita okkur að verkefni morgundagsins.