Karfan er tóm.
Lesendur geta skráð sig á póstlista og fengið póst þegar ný krullufrétt er sett á vefinn.
Hægra megin, aðeins neðar á síðunni er reiturinn "póstlistar". Með því að skrá sig á póstlista geta lesendur fengið sendan póst í hvert skipti sem ný krullufrétt er sett á vefinn. Þegar fréttaritari setur inn nýja frétt merkir hann við á tilteknum stað og þá fá allir sem á póstlistanum eru sendan póst með fyrirsögn og inngangi fréttarinnar og geta þá farið beint inn á síðuna til að lesa alla fréttina.
Póstlistarnir geta líka nýst til að koma á framfæri tilkynningum til krullufólks og því eru allir hvattir til að skrá sig á listann. Þeir sem hafa aðgang að kerfinu geta þá sent póst á alla sem á listanum eru, jafnvel án þess að setja tilkynningu eða frétt inn á vefinn sjálfan ef þess er óskað.