Reykjavik International um helgina

Merki alþjóðaleikanna
Merki alþjóðaleikanna

Nú standa yfir  Alþjóðaleikar Reykjavíkurborgar og í ár verður keppt í 12 íþróttagreinum, þar á meðal í listhlaupi og fer keppnin fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Keppendur sem skráðir eru til leiks í listhlaupi eru 87 talsins og koma þeir frá öllum aðildarfélögum ÍSS auk keppenda frá Danmörku, Noregi,  Finnlandi , Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi og Slóvakíu.


Frá Skautafélagi Akureyrar fara 10 keppendur en það eru:


Í flokki 12 ára A
- Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
- Sara Júlía Baldvinsdóttir
- Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
- Guðrún Brynjólfsdóttir

Í Novice
- Urður Ylfa Arnarsdóttir

Í Novice B
- Hrafnhildur Lára Hildudóttir
- Birta Rún Jóhannsdóttir
- Lóa Aðalheiður Kristínardóttir

Síðan keppa systkinin Peter Reitmayer og Ivana Reitmayerova, en þetta er í fyrsta skiptið sem þau taka þátt í móti hér á Íslandi.  Vegna reglna slóvakíska skautasambandsins þá mega þau aðeins keppa á Alþjóðlegum mótum og þá fyrir hönd sinnar þjóðar og því verða þau ekki skráð sem keppendur Skautafélags Akureyrar.  Þau komu fyrst hingað til lands fyrir um 7 árum síðan og hafa stundað æfingar að kappi hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Peter keppir í Junior flokki og mun þar keppa við Albin Boudrée frá Svíþjóð og Ivana keppir í Senior flokki en þar verður hún eini keppandinn.