SA á þrjá keppendur á Norðurlandamótinu í Listhlaupi í Stavanger í Noregi

Landsliðsstelpurnar okkar þær Emilía Rós, Marta María og Pálína

Stelpurnar héldu af stað í gærkvöldi ásamt þjálfaranum sínum, Ivetu Reitmeyerovu, til Reykjavíkur. Ætlunin var að þær færu fljúgandi í gær, en veðrið og ófærð í háloftunum setti strik í reikninginn. Endirinn varð sá að þeim var ekið til Reykjavíkur í gærkvöldi, feður í hópnum keyrðu hvor á móti öðrum svo stelpurnar væru klárar í flug frá Keflavík í morgun. Eftir að hafa sameinast stúlkunum og þjálfara frá Birninum, fararstjóra og starfsliði frá skautasambandi Íslands héldu þær af stað til Stavangers í Noregi. Formleg keppni hefst á morgun, fimmtudaginn 12.febrúar og líkur mótinu sunnudaginn 15.febrúar.

Keppnin

hefst hjá SA stelpunum klukkan 16:17 þegar Pálína skautar stutta prógramið, Marta María fer svo inn á ísinn klukkan 16:39 og Emilía Rós klárar svo keppni morgundagsins klukkan 16:55.

Þær skauta svo free prógramið á föstudaginn. Við munum uppfæra fréttir af mótinu í lok hvors keppnisda

gs.

Við fylgjumst stolt með stelpunum okkar og óskum þeim góðs gengis.