SA barnamótið um helgina


Núna um helgina, 2.-3. febrúar, fer fram hokkímót í 5., 6. og 7. flokki, SA barnamótið. Vegna mótsins fellur niður almenningstími á laugardag og frestast um klukkustund á sunnudag.

Mótið hefst kl. 8.00 að morgni laugardags og stendur sleitulaust fram til kl. 19.00, en þá stíga á svellið leikmenn meistaraflokks Víkinga og SR, en leikur þeirra hefst kl. 19.30.

Áfram verður haldið á sunnudagsmorgun og hefst keppni kl. 8.00. Reiknað er með að mótinu ljúki um kl. 14.00 á sunnudag.

Vegna mótsins fellur því alveg niður almenningstíminn á laugardag og á sunnudag verður opið frá því um klukkan tvö eftir hádegi til klukkan fimm.

Leikjadagskráin.