SA-Björninn í Kvennaflokki og 3. flokki

SA tók á móti kvennaflokki og 3. flokki Bjarnarins í gær. 

Kvennaleikurinn hófst kl 17:00. Bjarnarstelpurnar voru mun ferskari og hreyfanlegri í fyrsta leikhluta og var engu líkara en að SA stelpurnar hafi komið beint úr jólaboði. Lá nokkuð á SA í þessum leikhluta en Björninn uppskar aðeins eitt mark. Í öðrum leikhluta voru SA stelpurnar mun hressari og sköpuðu sér oft góð færi. Þær uppskáru 2 mörk í leikhlutanum bæði skoruð á "powerplay" eftir gott spil. Það voru varnamennirnir Jónína og Pattý sem skoruðu frá bláu línunni með stoðsendingum frá Guggu annarsvegar og Birnu hinsvegar.

Í 3. leikhluta komu Bjarnarstelpurnar ákveðnar til leiks og sköpuðu sér gott færi strax í upphafi en inn fór pökkurinn ekki. Jafnræði var með liðunum sem sóttu á víxl. Sigrún Agatha í lið Bjarnarins var alltaf hættuleg og svo fór að lokum að hún komst inn fyror vörn SA og jafnaði metin þegar 58 sekúndur voru til leiksloka.

Þá var ljóst að framlengja þyrfti leikinn. 10 mínútur með 4 útileikmenn í hvoru liði. SA byrjaði framlenginuna af krafti og átti nokkur góð færi, en Björninn lagði áherslu á vörnina og vonaðist eftir að senda Öggu í hraðaupphlaup. Á 7. mínút framlengingarinnar gékk þetta uppóg Agga komst ein inn fyrir og skoraði fyrir Björninn. Niðurstaðan 2-3.

Kvennaliðin skipta þá stigunum úr þessum leik þannig að SA fær 1 stig en Björninn 2.

Mörk/stoð SA: Jónína Guðbjartsdóttir 1/0, Patricia Huld Ryan 1/0, Guðrún Blöndal 0/1, Birna Baldursdóttir 0/1

Mörk/stoð Björninn: Sigrún Agata Árnadóttir 2/0, Lilja M. Sigfúsdóttir 1/0, Alissa Rannveig Vilmundard. 0/1

 

3. flokkur SA-Björninn

3. flokkur SA reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Björninn, tapaði 15-2 skv heimildum fréttaritara sasport. Ég hef ekki fengið leiksýrsluna í hendur en bæti við upplýsingum hér uim leiðóg ég fær hana.