30.03.2006
Í kvöld kl 19:00 mætast kvennalið Skautafélags Akureyrar og Fálkanna frá Winnipeg. Nú mæta allir og styðja stelpurnar!Fálkarnir frá Winnipeg komu til Akureyrar sl. þriðjudag eins og fram hefur komið hér á síðunni. Í gærmorgun fékk liðið sína fyrstu æfingu eftir komuna til Íslands og var gaman að fylgjast með vel skipulagðri æfingu sem þrír þjálfarar héldu utan um. Eftir æfingua bauð kvennalið SA upp á léttan hádegisverð og hefur Norðlenska skyrið algjörlega slegið í gegn hjá hópnum. Eftir matinn var svo haldið upp í Borgir nýtt rannsóknarhús Háskólans á Akureyri og stofnun Vilhjálms Stefánssonar heimsótt. Eftir heimsóknina fór hópurinn í bæinn og keyptu liðsmenn Fálkanna sér m.a. fallegar íslenskar lopapeysur.