SA Íslandsmeistari í karlaflokki

Bjössi og Þorsteinn stíga dans
Bjössi og Þorsteinn stíga dans

Þessari frétt er fengin að "láni" af heimasíðu Bjarna Gautasonar www.bjarnig.blog.is Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

Rétt í þessu var að ljúka fjórða leiknum milli S.R. og S.A. í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Lokastaðan var 5-9 S.A. í vil. S.R. byrjaði betur og komst í 1-0 með marki Arnþórs Bjarnasonar þegar 2:34 voru liðnar af leiknum. Eftir það virðist leikurinn hafa snúist og S.A. tók öll völd á vellinum. Staðan var 1-3  eftir fyrsta leikhluta.

Snemma í 2. leikhluta bætir S.A. við marki en S.R. svarar með marki um miðjan leikhlutann. Það dugði þó skammt því S.A. bætir síðan við tveimur mörkum fyrir lok 2. leikhluta. Staðan 2 - 6 eftir tvo leikhluta.

Þegar 5 mínútur eru liðnar af 3 . leikhluta bætir S.A. enn við einu marki og öllu virðist lokið. En þá skorar Martin Soucek tvö mörk fyrir S.R. með mínútu millibili og staða er þá 4 - 7 og möguleiki á að S.R. geti jafnað á þeim tæpum 10 mínútum sem þá voru eftir.

Það gerðist hins vegar ekki, heldur bættu norðanmenn við tveimur mörkum áður en Gauti Þormóðsson lagaði stöðuna fyrir S.R. rétt fyrir lok leiksins. Lokastaðan 5 - 9.

Þar sem S.R. tapaði fyrsta leiknum á kæru vegna ólöglegs leikmanns hefur S.A. nú unnið 3 leiki af fimm og eru þar með íslandsmeistarar. Leikirnir voru nokkuð ólíkir S.R. var miklu betra lið í leikjum #1 og #3 en S.A. réði lögum og lofum í leikjum #2 og #4.