Karfan er tóm.
Eftir tvo jafna leikhluta sigldi SA fram úr Birninum í þeim þriðja og sigraði, 7-4.
Fyrstu tveir leikhlutarnir voru nokkuð jafnir. Jónína Guðbjartsdóttir kom SA yfir, en Björninn svaraði með þremur mörkum í fyrsta leikhlutanum. Í öðrum leikhluta minnkaði Silvía Rán Björgvinsdóttir muninn í 2-3, en atkvæðamesti leikmaður Bjarnarins, Alda Kravec, bætti við fjórða markinu og sínu þriðja. Fyrirliði SA, Elise Marie Väljeots jafnaði á lokamínútu annars leikhluta. Þriðji leikhlutinn var síðan eign SA, Katrín Ryan skoraði fimmta mark SA og Guðrún Marín Viðarsdóttir kláraði svo dæmið með tveimur mörkum á síðustu 10 mínútunum. Úrslitin: SA-Björninn 7-4 (2-3, 2-1, 3-0).
Mörk/stoðsendingar
SA
Guðrún Marín Viðarsdóttir 2/0
Jónína Margrét Guðjartsdóttir 2/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Katrín Ryan 1/0
Harpa María Benediktsdóttir 0/1
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir 0/1
Refsimínútur: 12
Björninn
Alda Kravec 3/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/1
Ingibjörg G. Hjartardóttir 0/1
Elva Hjálmarsdóttir 0/1
Refsimínútur: 2
Næsti leikur SA verður gegn SR í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 19. Október kl. 21.30.