SA sigraði Björninn og tryggði sér oddaleik á miðvikudagskvöld

SA sigraði Björninn 3-2 í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins sem fram fór í Egilshöllinni í Reykjavík í kvöld og er staðan í einvíginu þá orðin 2-2. Oddaleikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikudagskvöld (nánar um tímasetningu síðar.). Skautafélagsfólk, velunnarar og Akureyringar allir eru hvattir til að mæta.

Þegar þetta er ritað (af fréttaritara Krulludeildar sem laumaðist inn á hokkíhluta SA-vefsins til að tryggja að allir fengju fréttir af úrslitunum og oddaleiknum) eru okkar menn væntanlega á leiðinni heim í rútunni, þegar byrjaðir að kokka upp ráð til að taka Bjarnarmenn í karphúsið í oddaleiknum og skila Íslandsmeistaratitlinum aftur til Akureyrar þar sem hann á heima.

Umfjöllun um leikinn og viðtöl má sjá á mbl.is:

http://mbl.is/mm/sport/frettir/2010/03/08/vorum_svellkaldir/

http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2010/03/08/enginn_sagdi_ad_thetta_yrdi_audvelt/

http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2010/03/08/sa_knudi_fram_oddaleik_gegn_birninum/