Karfan er tóm.
Keppt var í stuttu prógrammi á ISU Icechallenge í Graz í Austurríki í morgun. Okkar stelpur eru í 18. og 20. sæti eftir fyrri
keppnisdag. Keppt í frjálsu prógrammi í fyrramálið.
Stelpurnar kepptu í stuttu prógrammi í morgun. Elísabet Ingibjörg er í 18. sæti með 22,74 stig eftir stutta prógrammið og Hrafnhildur Ósk í 20. sæti með 22,39 stig. Hér má sjá töflu með einkunnum þeirra í morgun.
TSS = | TES + | PCS + | SS | TR | PE | IN | ||||
18 | Elisabet Ingibjorg SAEVARSDÓTTIR | ISL | 22.74 | 13.54 | 9.20 | 2.94 | 2.69 | 2.94 | 2.94 | |
20 | Hrafnhildur Osk BIRGISDÓTTIR | ISL | 22.39 | 12.99 | 9.40 | 3.19 | 2.56 | 3.06 | 2.9 |
Á úrslitavef mótsins má sjá alla töfluna og nánari sundurliðun fyrir hvern keppanda.
Skýringar:
TSS = Samanlagt skor í þessum hluta
TES = Skor fyrir tækniþætti
PCS = Samsetning prógramms
SS = Skautatækni
TR = Skiptingar
PE = Frammistaða
IN = Túlkun
Hægt er að skoða upptökur og fylgjast með í beinni útsendingu á vef mótsins. Okkar stelpur fara aftur á svellið á morgun. Keppni í þeirra flokki hefst kl. 9.15 að staðartíma, eða kl. 8.15 að íslenskum tíma, en þær eru númer 14 og 19 í keppnisröðinni.
Upplýsingar: Heimasíða mótsins - Úrslitasíða mótsins