SA-Víkingar juku forskot sitt á toppi deildarinnar um helgina

Um síðustu helgi tóku SA Víkingar á móti Skautafélagi Hafnarfjarðar í tveimur fjörugum viðureignum í Skautahöllinni á Akureyri. Á laugardaginn bar SA sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 2 en á sunnudaginn þurfi framlenginu til að skera úr um sigurinn eftir að jafnt var á með liðunum, 5-5 eftir venjulegan leiktíma.

Jóhann Leifsson tryggði SA sigurinn með glæsilegu marki rétt fyrir lok framlengingar. Eftir þessa tvo sigra er SA með 6 stiga forystu á toppnum, eða 29 stig eftir 13 leiki, SR kemur næst með 23 stig eftir 14 leiki, svo Fjölnir með 18 stig eftir 13 leiki og Hafnfirðingar með 11 stig eftir 14 leiki.

 

www.akureyri.net birti skemmtilega umfjöllun um báða leiki ásamt skemmtilegum myndum.