SA Víkingar komnir með forystu 1 : 0 í úrslitakeppninni

SA Víkingar sigruðu SR í gærkvöld í fyrsta leik úrslitkeppninnar sem fram fór í Laugardalnum í Reykjavík, Lokaölur 0 : 4. Næsti leikur er strax í kvöld á sama stað kl. 19.00.

Leikurinn fór rólega af stað bæði lið þreifuðu fyrir sér og hraðinn var minni en oft hefur sést í leikjum þessarra liða á í vetur. Fátt var um færi í byrjun leiks en Víkingar fengu powerplay eftir um 6 mínútna leik. Það tók Víkinga aðeins um 20 sekúndur að nýta sér það en þá skoraði Ingþór Árnason af bláu línunni með hnitmiðuðu skoti upp í markvínkilinn en Ævar markvörður SR sá varla skotið þar sem Ingvar Jónsson byrgði honum sýn. SR fékk powerplay skömmu síðar en náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Á 13. mínútu brunaði Ingþór Árnason upp allann völlinn og hótaði skoti en þess í stað sendi hann pökkinn á Jón B. Gíslason sem stóð framan við markið og klobbaði markvörð SR, staðan 2-0 eftir fyrstu lotu.

Önnur lotann varð markalaus, Víkingar gerðust þó brottlegir í þrígang en SR náði ekki að skora og SA Víkingar vörðust mjög vel einum færri í leiknum á meðan SR liðið náði sér ekki á strik í yfirtölunni.

Í byrjun þriðju lotu skoraði Jóhann Leifsson þriðja mark Víkinga af harðfylgi þar sem hann stóð óvaldaður framan við mark SR, sparkaði fyrst pekkinum í púða Ævars og sendi svo pökkinn í netið. Arnþór Bjarnason fékk svo stórann dóm fyrir ljótt brot og Víkingar fengu því yfirtölu í 4 mínútur. Víkingar voru frekar kærulausir þessar mínútur og sköpuðu lítið þrátt fyrir yfirtöluna. Þegar rétt tæpar 10 mínútur lifðu leiks fékk Igólfur Elísasson stórann dóm og SR fékk þá tækifæri til þess að minnka muninn. Það tókst þeim ekki og þegar 4 mínútur lifðu leiks skoraði Ingvar Jónsson fjórða mark Víkinga eftir undirbúning Stefáns Hrafnssonar og Jóns B. Gíslasonar.

Víkingar leiða því einvígið 1:0 en næsti leikur er strax í kvöld í Laugardalnum. Leikurinn var sendur út LIVE á vef Íshokkí Sambandsins og leikur kvöldsins verður það væntanlega líka. Slóðin á útsendingar IHI er http://www.ihi.is/is/ihitv

Hér er viðtal við Richard Tahtinen þjálfara SA sem tekið var eftir leikinn í gær. (http://www.mbl.is/sport/frettir/2015/03/15/mikilvaegt_ad_vinna_thennan/)

Mörk og stoðsendingar SA

 

Ingþór Árnason 1/1

Jón Gíslason 1/2

Jóhann Leifsson 1/0

Ingvar Jónsson 1/0

Rett Vossler 0/1

Andri Mikaelsson 0/1

Stefán Hrafnsson 0/1