Karfan er tóm.
SA Víkingar lögðu Esju í Laugardal á laugardagskvöld, lokatölur 3-1. Esja var með fimm stiga forskot á Víkinga fyrir leikinn en eftir leikinn er munnurinn nú aðeins tvö stig en þetta var síðasti leikur deildarinnar fyrir landsleikjahlé.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en af einhverjum ástæðum virtust liðin þung og hraðinn var lítill þrátt fyrir að um toppslag í deildinni hafi verið að ræða. Hvorugt lið fékk á sig dóm í fyrstu lotu sem er óvenjulegt en kannski lýsandi fyrir leikinn. SA Víkingar fengu draumabyrjun þegar Hafþór Andri Sigrúnarson kom Víkingum yfir eftir aðeins 35 sekúndna leik en hann fékk pökkinn óvaldaður framan við mark Esju og skaut lúmsku skoti undir markvörð Esju. Liðin skiptust á að sækja eftir þetta en Esja náði að jafna metin um miðja lotuna þegar Pétur Maack prjónaði sig upp úr horninu og skaut pekkinum úr slotinu milli fóta Steve í marki Víkinga.
SA Víkingar komust yfir í leiknum í byrjun annarar lotu í yfirtölu þegar Mario Mjelleli skoraði úr viðstöðulausu skoti en þetta er var fyrsti leikur Mario fyrir SA Víkinga en hann er Bandaríkjamaður sem samdi við Víkinga rétt fyrir félagaskiptagluggann. Bæði lið fengu brottrekstra undir lok lotunnar en liðunum tókst illa að nýta sér liðsmuninn.
Þriðja lotann einkenndist af brottrekstrum á báða bóga og flestir voru þeir fyrir kylfubrot. Andri Freyr Sverrisson, fyrrverandi leikmaður SA og núverandi leikmaður Esju, fékk stórann dóm fyrir eitthvað sem hér verður ekki rakið en SA Víkingar voru því í yfirtölu í þrjár mínútur þar sem Mario fékk tveggja mínútna dóm á sama tíma en liðinu tókst ekki að nýta sér færin í yfirtölunni. Hafþór Andri fékk refsidóm þegar rétt rúm mínúta lifði leiks en Esja fékk þá kærkomna yfirtölu og freistuðu þess að jafna metin með því að taka markmanninn út og bæta við sjötta útileikmanninum á móti fjórum leikmönnum Víkinga. Esju tókst ekki að ná almennilegu valdi á pekkinum en fyrrnefndur Mario vann pökkinn í hlutlausa svæðinu og kom honum í opið markið og tryggði SA Víkingum stigin þrjú.
Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Mario Mejelleli 2/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Jussi Sipponen 0/1
Jón B. Gíslason 0/1