Karfan er tóm.
SA Víkingar unnu Fjölni í kvöld 5-0 í Hertz-deild karla. Leikurinn var frábær spilaður af báðum liðum og mikil skemmtun en uppselt var á leikinn í kvöld.
Bæði lið mætu ákveðin til leiks í kvöld og leikurinn hinn mesta skemmtun. SA Víkingar voru sókndjarfari í leiknum en Fjölnismenn spiluðu varnarleikinn vel og voru virkilega baráttuglaðir. SA Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins í fyrstu lotu en þar var að verki Axels Orangan eftir góðan undirbúnin Heiðars Kristveigarsonar. SA Víkingar skoruðu svo 3 mörk í annarii lotu, tvö komu frá Axel og eitt skoraði Andri Þór Skúlason. Axel Orongan kórónaði svo stórleik sinn í þriðju lotu með fjórða marki sínu og eftir frábært spil við Gunnar Arason og Heiðar Krisveigarson sem komu báðir að þremur mörkum í kvöld. Axel hefur því skorað hvorki meira né minna en 10 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum með Víkingum. Jakob Jóhannesson var einnig frábær í marki Víkinga í kvöld og hélt því hreinu.
SA Víkingar styrktu stöðu sína á toppi Hertz-deildarinnar með sigrinum og eiga aftur heimaleik næstkomandi föstudag og þá gegn Skautafélagi Reykjavíkur.