Karfan er tóm.
Víkingar unnu góðann sigur á sterku liði SR í gærkvöld, lokatölur 7-4. Aðeins 7 stig skildu liðin að fyrir leikinn í gær en baráttann um sæti í úrslitakeppninni er gríðarlega hörð. Leikurinn var opinn og skemmtilegur, mikið af mörkum og falleg tilþrif. Að venju er leikurinn kominn upp á vimeo, http://www.ihi.is/is/upptokur .
Fyrsta lotann var mjög jöfn en liðin skiptust á að sækja og fengu bæði ágætis marktækifæri. Aðeins eitt mark var skorað í lotunni en það skoraði Ben Dimarco þegar hann stal pekkinum af SR ingum, óð upp völlinn og skaut snöggu skoti sem Ævar í marki SR virtist verja en pökkurinn lak inn.
Önnur lotann var frábær skemmtun en á 8 mínútna kafla voru skoruð 8 mörk. Lotann byrjaði með powerplay hjá Víkingum sem fengu ágætis færi en í lok þess komust SR hinsvegar í dauðafæri þegar Miloslav Racansky slapp einn í gegnum vörn Víkinga en Rett varði skot hans vel. Fyrsta mark lotunnar skoruðu Víkingar en Einar Valentin kom þá pekkinum á Sigurð Sigurðsson sem stóð óvaldaður framan við mark SR en Ævar varði skot hans og Ben Dimarco hirti frákastið og lagði pökkin í opið markið. Þriðja markið kom stuttu síðar en Ævar varði þá tvívegis frá Víkingum úr góðum færum en frákastinu náði aftur Ben Dimarco og skoraði þar með sitt þriðja mark í leiknum. Strax í næstu sókn flengdi SR-ingurinn Samuel Krakaver pekkingum inn í varnarsvæði Víkinga þar sem pökkurinn fór á flug af rammanum í horninu og skopaði yfir markið, ofan í hanska markvarðarins Retts en vildi ekki betur til að Rett missti jafnvægið og hanskinn fór inn í markið með pekkinum. Eitt skrautlegasta mark tímabilsins og minnti margt á mark sem skorað var úr sama horni í úrslitakeppninni í fyrra. Víkingar fengu powerplay skömmu síðar og spiluðu pekkinum vel á milli sín þangað til SR virtist ná að hreinsa pekkinum út úr varnarsvæði sínu en Ben Dimarco stóð vaktina á bláu línunni og náði pekkinum, flengi honum á markið og skoraði að sjálfsögðu enda getur maðurinn varla snert pökkinn án þess að skora um þessar mundir. Strax í næstu sókn unnu SR pökkinn í varnarsvæði sínu og sóttu hratt með tveimur á móti einum varnarmanna Víkinga og náðu góðu skoti sem Rett varði en Robbie Sigurdsson hirti frákastið og kláraði vel. Strax í næstu sókn á eftir (já hlutirnir gerðust virkilega hratt á þessum kafla) spiluðu Ben Dimarco og Jón B. Gíslason sig upp völlinn og Jón fékk pökkinn í miðju sóknarsvæði SR-inga og slammaði pekkinum í hornið eftir stoðsendingu frá Ben. Aðeins mínútu síðar náðu SR-ingar góðri pressu í varnarsvæði Víkinga en Kári Guðlaugsson tókst með herkjum að snúa sér úr horninu inn að marki gegn þremur varnarmönnum Víkinga og tróð pekkinum í netið af harðfylgi og minnkaði muninn í 2 mörk. Sælan stóð þó ekki lengi en SR-ingar misstu mann af velli og í yfirtölu skoraði Rúnar Freyr Rúnarsson úr frákasti eftir frábært samspil Björns Más Jakobssonar og Jóhanns Leifssonar. Staðan því 6-3 fyrir síðustu lotuna.
Þriðja lotann var ekki alveg eins markamikil og sú þar á undan en skemmtileg engu að síður. Bæði lið fengu góð færi og leikurinn var enn mjög hraður. Þá sást þar ein fallegasta vörn vetrarins er Rúnar Freyr Rúnarsson bókstaflega át pökkinn en hann kastaði sér fram með andlitið fyrir skot frá bláu línunni, og varði það. Batakveðjur á Rúnar og gangi honum vel með tónleikana í Hörpu um helgina. Fyrsta mark lotunnar skoraði hinsvegar títtnefndur Ben Dimarco en það var einkar glæsilegt en hann fékk pökkinn á miðjum vellinum, skautaði á aftasta varnarmann SR og lagði pökkinn snyrtilega í hornið með smá fimtu í leiðinni sem plataði bæði varnarmanninn og markmanninn. Þetta var 5. mark Bens í leiknum og það 8. í vikunni, vel að verki staðið. SR klóraði í bakkann með góðu marki eftir langa stungusendingu upp völlinn þar sem þrír sóknarmenn SR komust gegn einum varnarmanni Víkinga og Miloslav Racansky kláraði snyrtilega upp í hornið en lengra komust SR ekki og lokatölur því 7-4.
Leikur Víkinga var nokkuð góður heilt yfir þó nokkrir kaflar í leiknum hafi verið svolítið kæruleysislegir. Ben Dimarco heldur áfram að raða inn mörkunum og virðist óstöðvandi. Varnarleikurinn er að batna og þó liðið hafi fengið á sig 4 mörk þá voru þau alls ekki gefins fyrir SR en þeir þurftu að hafa töluvert fyrir mörkum sínum. Lið SR er virkilega hæfileikaríkt og fyrsta línan er ein sú allra hættulegasta í deildinni með þá Robbie, Miloslav og hinn sænska Andersson sem veður úr vörninni upp völlinin trekk í trekk. Allir leikir Víkinga við SR í vetur hafa verið erfiðir fyrir Víkinga og það er alveg ljóst að SR eiga fullt erindi inn í úrslitakeppnina en næstu leikir munu skera úr um það hvaða lið munu mætast. Öll 4 liðin eiga fræðilega möguleika en róðurinn verður virkilega erfiður fyrir Esju sem mega nánast ekki tapa fleiri leikjum. Það verður því gríðarlega erfiður leikur sem Víkingar fara i næst en þá mæta þeir Esju á þeirra heimavelli í Laugardal á þriðjudaginn næsta en þeir munu án efa berjast til síðasta blóðdropa.