Karfan er tóm.
Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar (SA) hefur undirritað nýjan þriggja ára samstarfssamning við Jako sem mun sjá deildinni fyrir íþróttafatnaði. Mikil ánægja er meðal félagsins með samstarfið sem hófst á síðasta ári. Jako hefur frá upphafi veitt framúrskarandi þjónustu og hefur komið til Akureyrar til að halda mátunardaga fyrir iðkendur SA.
Stefnt er að því að halda mátunardag á hverju hausti þar sem vörur frá Jako verða á sértilboði fyrir iðkendur. Þá er einnig stefnt að tilboðsdegi fyrir jól þar sem iðkendur geta tryggt sér vörur frá Jako á hagstæðum kjörum.
Vöruúrval SA má sjá á heimasíðu Jako: https://jakosport.is/voruflokkur/ithrottafelog/skautafelag-akureyrar/
SA fagnar áframhaldandi samstarfi við Jako og er spennt fyrir þeim tækifærum sem það mun skapa bæði fyrir iðkendur og félagið í heild sinni.
Á myndinni má sjá Jóhann Guðjónsson frá Jako og Elísabetu Ásgrímsdóttur, formann hokkídeildar SA, handsala nýjan samstarfssamning sem var undirritaður í gær á mátunardegi í Skautahöllinni.