Karfan er tóm.
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sigraði Ástrala eftir framlengdan leik og bráðabana í vítakeppni í 2.
deild A á Heimsmeistaramótinu í dag.
Íslendingar komust í 2-0 í fyrsta leikhluta, Ástralir minnkuðu muninn í fyrsta leikhluta og jöfnuðu þegar tæplega 12 mínútur voru eftir af leiknum. Ekki var skorað í framlengingunni og því var farið í vítakeppni. Þar gerði markvörður Íslands, Dennis Hedström, sér lítið fyrir og varði fyrstu víti Ástrala, og það sama gerði markvörður Ástrala. Aðeins þrjár vítaskyttur voru úr hvoru liði þannig að eftir þrjár misheppnaðar tilraunir hjá hvoru liði var komið að bráðabana. Þá skoraði Emil Allengaard og síðan varði Dennis Hedström fjórða víti Ástrala. Lokatölur: Ísland – Ástralía: 3-2 (2-1, 0-0, 0-1, 0-0, 1-0).
Akureyringarnir komust ekki á blað í dag yfir markaskorun og stoðsendingar – nema hvað hinn góðkunni Jón Benedikt Gíslason, nú leikmaður í Danmörku, átti eina stoðsendingu og var einn af þeim sem misnotuðu víti í lokin. Ef marka má fjölda skota að marki virðist leikurinn hafa verið í járnum, markvörður Íslands varði 25 skot, en sá ástralski 28.
Á morgun er frídagur, en á fimmtudag mæta strákarnir liði Króatíu. Leikurinn hefst kl. 18.15 að íslenskum tíma og væntanlega verður hægt að fylgjast með gangi mála bæði á mbl.is og í beinni atvikalýsingu í gegnum heimasíðu mótsins.
Ýmsir tenglar:
Leikskýrslan
Frétt mbl.is með atvikalýsingu
Myndband á mbl.is af vítakeppninni
Myndir Kristjáns Maack frá leiknum begn Belgum
Pistill 1 á vef ÍHÍ