Sigur hjá SA-Valkyrjum í fyrsta leik

Sarah Smiley að skora 3.markið:  Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Sarah Smiley að skora 3.markið: Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson

Rétt í þessu var að ljúka hér í Skautahöllinni á Akureyri fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna.  Það voru okkur stelpur í SA-Valkyrjum sem báru sigur úr býtum með þremur mörkum gegn engu.   Leikurinn fór rólega af stað og fyrsta lota varð markalaus.  Það var ekki fyrr enn seint í 2. lotu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það var varnarmaðurinn Hrund Thorlacius sem fór „coast to coast“ og sett´an í skeytin fram hjá Karítas úr þröngu skotfæri.

 

 

Stuttu síðar bætti  Birna Baldursdóttir öðru marki við eftir sendingu frá Díönu Björgvinsdóttur.  Staðan var því 2 – 0 eftir aðra lotu og SA í ákjósanlegri stöðu fyrir síðustu lotuna.


Í þriðju lotu var allt í járnum og hart barist.  Þriðja og síðasta markið kom í „power-play“ þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það skoraði Sarah Smiley gullfallegt mark eftir sendingu frá Hrund.

Svo sannarlega góður og sannfærandi sigur í fyrsta leik úrslitarimmunnar og liðið er mjög þétt og sterkt varnarlega líkt og sjá má á tölunum.  Nú er bara að fara suður og afgreiða leik nr. 2 með sama hætt en sá leikur fer fram í Egilshöllinni á mánudaginn.  

Reynir Sigurðsson var á leiknum og var með beina texta lýsingu frá 3. lotunni sem sjá má hér að neðan.

 

Núna kl. 17,30 hófst 3.lota í viðureign SA-Valkyrja og Bjarnarins í þessum 1. leik í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn þetta tímabilið.

Staðan er 2 - 0 fyrir Valkyrjum.

Leikurinn hefur verið nokkuð jafn og hraður en valkyrjur hafa þó sótt heldur meira og haldið stífari pressu sem hefur skilað þeim þessum tveimur mörkum, en fyrra markið skoraði Hrund nr.14 uppá sitt einsdæmi og það seinna skoraði Birna nr.5.

12,36 eftir og valkyrjur missa mann í box leikm. 23 Silja fær 2 fyrir crosstékk.

Valkyrjur eru fullskipaðar 10,16 eftir,           7 ,41 eftir og rangstaða á valkyrjur,

nr. 3 hjá SA Anna Sonja fær 2 fyrir hooking,       6,40 eftir

SA með fullskipað lið,  4,50 eftir,           3,33 eftir og markm SA frystir pökkinn

Björninn missir mann í box nr.13 Sigrún 2min fyrir hook  3,16 eftir.  

2,29 eftir og SA skorar 3 markið og staðan 3 - 0  markið skorar Sarah nr. 9   

1 min eftir,          Leik lokið með sigri SA-Valkyrja 3 - 0